Saga CISV   Prenta 

Í kjölfar hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar voru margir einbeittir í þeim vilja að finna leiðir og færa fram hugmyndir til að stuðla að og viðhalda friði. Ein slík hugmynd náði athygli barnasálfræðingsins Dr. Doris Allen. Hugmyndin var stofnun friðarkennslu seturs UNESCO fyrir menntafólk mismunandi sviða. Hugmyndin að Alþjóðlegum Sumarbúðum Barna (sem í dag er þekkt sem CISV International) var þróuð af Dr. Allen árið 1946. Sem sérfræðingur í þroskasálfræði barna þá var Dr. Allen ekki sammála því að friðarkennsla ætti eingöngu að miðast við fræðslu til fullorðinna. Hennar trú var sú að "hinn raunverulegi grundvöllur til að stuðla að langtíma friði í heiminum er í gegnum börnin".

Í gegnum þessa sannfæringu þróaðist sýn hennar að leiða saman börn frá öllum heimshornum til að læra að bera virðingu fyrir bæði sameiginlegum og ólíkum gildum hvors annars. Árið 1951 varð sá draumur hennar að veruleika þegar þátttakendur frá átta löndum tóku þátt í fyrstu alþjóðlegu sumarbúðunum (Children´s International Summer Villages) CISV í Cincinatti, Bandaríkunum. Síðan þá hafa samtökin stækkað á heimsvísu, fjöldi þátttakenda margfaldast og starfsemi samtakanna orðið fjölbreyttari. Árið 1979 var Dr. Doris Allen tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels - Móðir Theresa hlaut verðlaunin það árið.

Rúmum 50 árum frá því að fyrstu sumarbúðirnar voru haldar, þá eru sumarbúðir fyrir 11 ára börn enn hornsteinninn í alþjóðlegu starfi okkar. CISV býður í dag uppá sex mismunandi alþjóðleg prógrömm og árlega eru nú haldin um 180 prógrömm um heim allan.

Í dag starfar CISV í yfir 60 þjóðlöndum og frá 1951 hafa rúmlega 190.000 einstaklingar tekið þátt í yfir 5000 alþjóðlegum viðburðum. 

 

 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �