CISV á Íslandi   Prenta 

CISV á Íslandi á sér langa sögu, allt aftur til ársins 1954 þegar þrjú 15 ára ungmenni tóku þátt í sumarbúðum CISV í Svíþjóð.

Vilbergur Júlíusson, þá skólastjóri í Flataskóla í Garðabæ, tók starfið uppá sína arma í kringum 1970 og átti veg og vanda að því að senda einn til tvo hópa erlendis til þátttöku í sumarbúðum. Fyrir hans tilstuðlan var CISV á Íslandi formlega stofnað þann 8. október 1981 og var samþykkt sem fullgild CISV þjóð á alþjóðlegum ársfundi CISV árið 1982. 

Árið 1984 hélt CISV á Íslandi sínar fyrstu 11 ára sumarbúðir og hefur haldið slíkar sumarbúðir á þriggja ára fresti sem og unglingabúðir, Seminar búðir og Youth Meeting. 

Í dag sendir CISV á Íslandi 60-80 einstaklinga til þátttöku í hinum ýmsu alþjóðlegu prógrömmum CISV ár hvert og um 1000 Íslendingar hafa tekið þátt í starfi félagsins.

Verndari CISV á Íslandi er forseti Íslands.

Heiðursfélagar CISV á Íslandi eru Vilbergur Júlíusson og Guðrún Frederiksen. 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �