Um fararstjórn   Prenta 
Fararstjóri

Aldur: 21 árs og eldri

Lýsing: Hlutverk fararstjóra er að undirbúa hópinn fyrir ferðina, sjá um hópinn á meðan á búðum eða unglingaskiptum stendur og fylgja sínum hóp inn í áframhaldandi starf með CISV. Fararstjórar eru undirbúnir með námskeiði á vegum fararstjóraþjálfunar CISV, þar læra þeir um félagið, ýmsa leiki fyrir mismunandi aldur, mannleg samskipti og annað sem gerir þá hæfa til að vera leiðbeinendur á vegum CISV. Í undirbúningi fyrir sumar-/unglingabúðir og unglingaskipti felst gerð kynningarbæklings fyrir hópinn, undirbúningur fyrir þjóðakvöld, að kynnast hópnum og fleira. Í sumar-/unglingabúðum, unglingaskiptum og ungmennamótum sjá fararstjórar um dagskrá í samvinnu við og með fararstjórum frá öðrum löndum. Í öllu starfi er ábyrgð fararstjóra mikil, hann þarf að vera virkur, ábyrgur og til fyrirmyndar fyrir börnin. Vera þeim foreldri, systkini og vinur og vera í samskitpum við fjölskyldurnar heima. Eftir að heim er komið fara fararstjórar með börnunum á fyrstu fundi unglingadeildar CISV og sjá um haustútilegu í samvinnu við unglingadeildina.

Kostnaður: Allur beinn kostnaður er greiddur fyrir fararstjóra

 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �