Aldur: 11 ára

Tímalengd: 28 dagar

Lýsing: Sumarbúðir standa yfir í fjórar vikur og eru byggðar á 5 manna hópum frá 8-12 löndum. Í hverjum hóp eru tveir strákar og tvær stelpur ásamt fararstjóra. Auk hópanna eru 4-6, 16-17 ára unglingar til aðstoðar auk 5 manna starfsliðs.

Allar sumarbúðir eru einstök reynsla þar sem fólk frá mismunandi menningarheimum kynnist hvert öðru. Reynt er að stilla því upp þannig að í hverjum sumarbúðum er sem mest fjölbreytni hvað varðar þjóðerni og menningu þátttakenda. Dagskránni yfir daginn, leikjum söngvum og skemmtun, er stjórnað af fararstjórum en einnig er farið í einhverjar skoðanaferðir. Þrír fastir þættir eru í öllum sumarbúðum CISV, fjölskylduhelgi, þjóðakvöld og opinn dagur. Um miðjar búðir er fjölskylduhelgin, þá fara börnin tvö og tvö saman á heimili og kynnist þannig heimilislífi viðkomandi lands. Þjóðakvöld er dagskrá sem hver hópur fyrir sig heldur og getur spannað allt frá kvöldstund að heilum dagi. Þar sýnir hópurinn eitthvað sérstakt frá sínu landi og gefur hinum að smakka eitthvert góðgæti sem er sérstakt fyrir viðkomandi land. Á þjóðakvöldum eru afhentir bæklingar sem börnin hafa búið til fyrir ferðina, til að kynna sig og land sitt. Þessir bæklingar eru gjarnan myndskreyttir með myndum úr ferðamannabæklingum. Forseti Íslands hefur einnig verið svo vinsamlegur að leyfa hópunum að koma til sín í myndatöku og hefur það alltaf vakið mikla athygli erlendis að hópurinn gæti farið og talað við forseta landsins. Opinn dagur er fyrir alla sem eru í CISV í viðkomandi landi. Þar gefst tækifæri á að koma í búðirnar og sjá hvernig þær fara fram og hvað þar er gert, þá er dagskrá til að kynna löndin hvert um sig og starfsemi CISV. Allur undirbúningur og öll sú vinna sem unnin er í búðunum er sjálfboðaliðastarf CISV í viðkomandi landi.

Kostnaður: Fargjald barns, ¼ fargjalds fararstjóra, gjald til CISV og kostnaður við undirbúning.  / JC: fargjald, gjald til CISV og kostnaður við undirbúning.


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �